Lenka
Landsliðskonan og Huginsfélaginn Lenka Ptacnikova (2310) tekur þátt í EM-kvenna sem hefst í borginni Plovdiv í Búlgaríu 5, júlí nk. 118 konur eru skráðar til leiks og er Lenka 52 í styrkleikaröðinn fyrir mótið.

Lenka

Í stuttu spjalli við skákhuginn.is sagði Lenka að mótið yrði mjög sterkt. Lenka hefur verið að tefla meira en konur yfirleitt gera að undanförnu og náði hún tveim IM áföngum karla á þessu ári. Lenka sagðist verða mjög ánægð ef henni tækist að ná einum í safnið í vðbót. 14 efstu keppendur fá þáttökurétt á World Cup.
“það væri alveg frábært ef þetta gengur, en það verður mjög erfitt. En ef mér gengur vel eins og í Teplice, þá er ekkert útilokað” sagði Lenka.
Lenka hefur einu sinni áður tekið þátt í EM-kvenna en það var árið 2005 í Moldavíu.
“Það berast fréttir frá Búlgaríu um að bankar standa illa, en ég vona að allt gangi vel og við náum að klára mótinu í friði.
“Borgin Plovdiv hefur 6000 ára sögu og ég hlakka til að fara á sterk skákmót á svona áhugaverðum stað” , sagði Lenka að lokum.
Fylgst verður með gegni Lenku á EM-kvenna hér á skákhuginn.is