Í þessari umferð var teflt við Haladas fra Ungverjalandi. Það lið skipuðu Robert Ruck (2572), Miklos Nemeth (2494), Gabor Kovacs (2463), Gabor Nagy (2414), Attila Istvan Csonka (2339) og Laszlo Pergel (2241). Við stilltum upp óbreyttu liði. Þad var hugur í okkar mönnum fyrir viðureignina og höfðum við litlar áhyggjur af því að meðalstig þeirra voru hærri en okkar. Munurinn var það lítill að hann skipti ekki máli. Við vorum stigahærri á tveimur efstu borðum en þeir á hinum fjórum. Okkur hafði gengið mjög vel á neðstu borðum fyrir þessa umferð og gengum alveg óhræddir til leiks.
Viðureignin byrjaði lika vel. Við fengum snemma góðar stöður á öllum borðum nema því 5 þar sem Hlídar var lengst af með frekar þrönga og óþægilega stöðu. Einar Hjalti og Robin skiluðu snemma vinningum í hús á mjög snyrtilegan hátt. Andstæðingur Magnúsar tefldi mjög stíft til jafnteflis svo þar var samið við fyrsta tækifæri þegar þad mátti. Á sama tima voru bædi Gawain og Þröstur med vænlegar stöður og Hlídar varðist fimlega í erfiðri stöðu. Ég var því farinn aæ gæla við stóran sigur á Ungverjunum en var þá snarlega kippt niður á jörðina. Það gerðist eiginlega á sama andartaki að Þröstur fór of geyst í sóknina, fórnandi manni sem virtist ekki standast og Gawain missir tökin á sinni stöðu og lendir út í endatafli þar sem bádir höfðu tvo biskupa en hann peði undir. Þad varð fljótlega ljóst að stöðu Þrastar yrði ekki bjargað en ég var nokkuð viss um að ef þad væri möguleiki á jafntefli hjá Gawain í þessu endatafli þá hefði hann tækni til að finna leiðina á móti þessum andstæðingi. Þad kom líka á daginn að hann náði að sigla jafnteflinu í höfn með því að fórna öðrum biskupnum fyrir síðasta frípeð andstæðingsins. Þá var jafntefli í viðureigninni komið í höfn. Það valt því allt á skákinni hjá Hlíðari hvort við ynnum viðureignina.
Staða hans hafði skánað töluvert með tímanum. Andstædingur hans gaf tvo hróka fyrir drotttningu og peð án þess að vera búinn að undirbúa þad nógu vel og í framhaldinu gaf Hlídar engin færi á sér og fékk meira að segja rétt fyrir lokin færi á þvi að snúa skákinni. Sú leið var ekki auðfundin með ekki of mikinn tíma á klukkunni eftir og ljóst að jafntefli myndi skil okkur sigri í þessari viðureign. Hlídar tók því þá skynsamlegu ákvörðun og samdi jafntefli.
Við erum núna í 3. – 6. sæti með 6 stig og fáum á morgun G-Team Novy Bor frá Tekklandi sem unnu mótið á síðasta ári. Þar er valinn maður í hverju rúmi en liðið skipa:
1. Radoslaw Wojtaszek, 2736
2. David Navara, 2722
3. P. Harikrishna, 2725
4. Viktor Laznicka, 2675
5. Krishnan Sasikiran, 2680
6. Mateusz Bartel 2636
7. Zbynek Hracek, 2638
Í þessu móti eru þeir nr. 5. í styrkleikaröðinni en rússneska sveitin sem við fengum í 2. umferð er nr. 3 í styrkleikaröðinni. Viðureign okkar er nr. 2. og í beinni útsendingu eins og í dag en á efsta borði verða Malakhite og SOCAR sem er stigahæsta sveitin í mótinu.
Vigfús Ó Vigfússon