Robin, Gawain, Hlíðar, Þröstur, Einar, Magnús og Vigfús.

Í dag mættum við sigurvegurunum frá því í fyrra G-Team Novy Bor fra Tékklandi. Meðalstig þeirra eru 2696 og þeir stilltu upp sínu sterkasta liði með Wojtaszeka á fyrsta borði, Navara á öðru borði, Harikrishna á þriðja borði, Laznicka á fjórða borði, Sasikiran á fimma borði og Hracek á sjötta borði. Hracek er að vísu varamaður en tveimur stigum hærri en sá sem er skráður á sjötta borð og hvíldi hjá þeim svo það skiptir engu máli hvor þeirra var inn á.

Robin, Gawain, Hlíðar, Þröstur, Einar, Magnús og Vigfús.
Robin, Gawain, Hlíðar, Þröstur, Einar, Magnús og Vigfús.

Það var greinilea ekkert vanmat þar á ferðinni og ég fann að viðhorf þeirra til viðureignarinnar var allt annað en rússanna í annarri umferð. Þeir ætluðu sér að vinna þessa viðureign örugglega og voru tilbúnir að hafa fyrir því. Þad fór líka svo að þad var aðeins Gawain á fyrsta borði sem náði jafntefli. Hann sigldi jafnteflinu örugglega í höfn þótt hann væri með svart og fengi þrengri stöðu út úr byrjuninni.

Við upphaf 6. umferðar
Við upphaf 6. umferðar

Staðan hjá Robin á móti Navara var athyglisverð, hann var með meira rými en kóngsstaðan opin. Í slíkri stöðu gegn manni með yfir 2700 stig þýðir ekkert að gera mistök. Ein yfirsjón hjá Robin og Navara óð í gegn með nokkrum hnitmiðuðum leikjum og vann öruggglega. Þröstur, Einar Hjalti og Magnús voru vélaðir niður í rólegheitum. Hlídar tefldi sína þröngu stöðu gegn Sasikiran af öryggi. Sasikiran fór hægt í sakirnar í byrjuninni og Hlíðri tókst að losa vel um sig og fær færi á að jafna a.m.k. taflið en missir af þeim möguleika og tekur í framhaldinu ákvörðun um að gefa tvo hróka fyrir drottningu og þarf að tefla áframhaldið mjög nákvæmt. Þad tekst lengi vel að þræða einstigið en í 38. leik þegar tíminn var farinn að minnka hjá báðum keppendum leikur Hlídar Dg5 og fær tapaða stödu í framhaldinu. Réttur leikur var 38…Dh4 med tvöfaldri hótun Dxf2 og f4. Staðan er áfram jafntefli en leikar hefðu snúist og Sasikiran hefði þurft að þræða einstigið.

Tékkarnir
Tékkarnir

Með tapinu í dag fórum við í 7.-15. sæti og fáum á morgun í lokaumferðinni Minsk frá Hvíta Rússlandi sem var raðað í 15. sæti skv. syrkleikaroð. Sú sveit hefur þann kost að vera með fjóra stórmeistara og engan varamann þannig að Einar Hjalti er kominn með GM áfanga hvernig sem fer á morgun sem segir allt um árangur hans á mótinu til þessa. Þeir eru aðeins stigahærri en við en munurinn í heildina lítill. Við sýndum þad gegn Haladas frá Ungverjalandi að við getum alveg fengist við svona sveitir. Umferðin á morgun byrjar kl. 14 og við verðum á borði 7 og í beinni útsendingu eins og í siðustu tveimur umferðum. Vigfús Ó Vigfússon

Við upphaf 6. umferðar
Við upphaf 6. umferðar