STP82390Í lokaumferðinni í Evrópukeppni Taflfélaga var teflt við Minsk frá Hvíta Rússlandi. Þeir voru stigahærri á öllum borðum nema öðru borði og höfðu á að skipa liði með 4 stórmeistara. Þrátt fyrir að meðalstig þeirra væru nokkru hærri en okkar var ég nokkuð bjartsýnn fyrir viðureignina eftir gott gengi á mótinu.

STP82389

Fyrir viðureignina birtist Shirov á svæðinu og ræddi við efstu menn hjá Minsk. Hvort hann var bara að ræða um daginn og veginn eða vara þá við veit ég ekki en hafi svo verið hefur hann örugglega verið rétti maðurinn til þess.

Viðureignin byrjaði ekki vel hjá okkur. Magnús tapaði snemma eftir afleik og Hlíðar fékk fljótlega erfiða stöðu. Gawain tefldi skák sem hann hefði bæði geta tapa og unnið en eftir að hann missti frípeðið þá sigldi skákin fljótlega sína jafnteflisleið. Robin átti góðan dag i þetta sinna og vann góða sóknarskák. Þröstur fékk þægilegri stöðu út úr byrjuninni sem samt reyndist ekki nóg til sigurs. Efstu borðin skiluðu samt 2 vinningum í höfn en því miður urðu vinningarnir ekki fleiri því Einar Hjalti tapaði fyrir ágætum stórmeistara og Hlíðar laut í lægra haldi eftir langa baráttu. Niðurstaðan var því 4-2 tap.

STP82393Í mótinu fengum við 2 sveitir sem voru stigalægri en við, 3 sveitir sem voru á svipaðar okkur stigalega séð og tvær ofursveitir sem geta skákað flestum landsliðum heims. Við unnum 4 af þessum viðureignum og töpuðum þremur og enduðum í 18 sæti af  52 sveitum sem tóku þátt í mótinu, þrátt fyrir að hafa tapað tveimur síðustu umferðunum. Liðsmenn okkar á neðri borðunum voru að tefla upp fyrir sig í flestum umferðum sem vissulega tekur á. Við keyrðum á sömu mönnum allan tímann. Það gerðu Hvít-Rússar líka þannig að því leyti var jafnt á með báðum komið, nema það að meðalaldurinn hjá þeim gæti verið eins og 15 árum lægri en hjá okkur. Það er auðvitað spurning hvort ég hefði átt að gefa annað hvort Hlíðari eða Magnúsi frí í næst síðustu umferð og gefa þeim þannig færi á að mæta aðeins ferskari í lokaumferðina, sem skipti meira máli varðandi lokastöðuna. Við vorum hvort sem er aldrei neitt að fara að vinna þessa fyrrverandi Evrópumeistara. Það er hins vegar afar erfitt að taka menn út úr liðinu fyrir slíka viðureign sem áttu drjúgan þátt í því að við komumst í þessa stöðu. Ég hafði svo á tilfinningunni að Einar Hjalti hafi kannski  átt aðeins erfitt að einbeita sér í lokaumferðinni vitandi það að hann væri þá þegar kominn með bæði alþjóðlegan áfanga og stórmeistaraáfanga og mátti tapa skákinni. Þessi regla að ekki megi semja jafntefli fyrr en eftir 40 leiki veldur því að stutt jafntefli eru afar fáséð. Þegar lið lenda í átökum eins og við í þessu móti og eru að tefla við sterka andstæðinga í flestum umferðum þá er mikilvægt að vera með varamann sem getur skipt við flesta í sveitinn og rótera aðeins inn á þannig að það sé örugglega nóg eldsneyti eftir á tanknum í lokaumferðinni.