10.7.2009 kl. 21:42
Erfið byrjun hjá skáksveit HSÞ.
Þegar 5 umferðum er lokið í skákkeppni Landsmóts UMFÍ á Akureyri hefur skáksveit HSÞ 2 vinninga og er sem stendur í neðsta sæti þegar keppnin er hálfnuð. Það voru Ævar Ákason og Sigurbjörn Ásmundsson sem kræktu í þessa tvo vinninga með glæsibrag. Ævar vann Einar K Einarsson ÍBV og Sigurbjörn vann Guðbjörn Sigurmundsson HSK.
Annars urðu úrslit þessi:
HSÞ – UFA/UMSE 0 – 4
HSÞ – HSK 1 – 3
HSÞ – ÍBV 1 – 3
HSÞ – UMSK 0 – 4
HSÞ – Bolungarv 0 – 4
Á morgun keppa okkar menn við:
HSÞ – ÍBA
HSÞ – Fjölnir
HSÞ – ÚÍA
HSÞ – UMSB
Á morgun kemur Jakob Sævar Sigurðsson og Gestur Vagn Baldursson inn í liðið. Þá er bara að vona að fleiri vinningar skili sér í hús á morgun. H.A.
