Hraðskákmót taflfélaga Goðinn-Mátar bar sigurorð af Taflfélaginu Helli

Goðar og Mátar mættu glaðbeittir til sveitakeppni við Hellismenn í Faxafeni í gær. Síðarnefndu höfðu fengið léð salarkynni SÍ af þessu tilefni en þeirra eigin voru í notkun vegna meistaramótsins. Sveitunum laust saman á 6 borðum eins og reglur keppninnar gera ráð fyrir. Viðureignin var spennandi framan af og nokkuð jöfn. Í hléi var staðan 19.5-16.5 Goðmátum í vil en þeir bitu í skjaldarrendur, juku forskotið í seinni hlutanum og unnu að lokum góðan sigur, hlutu 45.5 vinninga gegn 26.5 vinningum Hellis. 

Sterkastir hjá Goðanum-Mátum voru; Þröstur Þórhallsson með 10 af 12, Helgi Áss Grétarsson með 8 af 11 og Ásgeir P. Ásbjörnsson með 6.5 af 9. Sterkastir gestgjafanna voru Hjörvar Steinn Grétarsson með 8.5 af 12, Davíð Ólafsson með 7 af 12 og Andri Áss Grétarsson með 6.5 af 12. 

Hellismönnum er þökkuð viðureignin og viðurgjörningur í hléi.

Pálmi R. Pétursson

Árangur

No.   Name Rtg Team Pts. Games % Bo.
1 GM Þórhallsson Þröstur 2445 Goðinn-Mátar 10.0 12 83.3 3
2 IM Grétarsson Hjörvar Steinn 2474 Hellir 8.5 12 70.8 1
3 GM Grétarsson Helgi Áss 2497 Goðinn-Mátar 8.0 11 72.7 2
4 FM Ólafsson Davíð Rúrik 2312 Hellir 7.0 12 58.3 2
5 FM Ásbjörnsson Ásgeir Páll 2275 Goðinn-Mátar 6.5 9 72.2 3
6 FM Jensson Einar Hjalti 2292 Goðinn-Mátar 6.5 11 59.1 3
7 FM Grétarsson Andri Áss 2332 Hellir 6.5 12 54.2 3
8   Eðvarðsson Kristján 2210 Goðinn-Mátar 5.0 8 62.5 4
9   Hreinsson Hlíðar Þór 2188 Goðinn-Mátar 4.0 8 50.0 3
10 FM Árnason Þröstur 2233 Goðinn-Mátar 3.0 4 75.0 4
11   Þorsteinsson Arnar 2167 Goðinn-Mátar 2.5 4 62.5 4