21.10.2009 kl. 23:06
Erlingur efstur á æfingu.
Erlingur Þorsteinsson varð efstur á skákæfingu kvöldsins sem haldin var á Stórutjörnum. Hann vann alla sína andstæðinga. Teflar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Erlingur Þorsteinsson 5 vinn af 5 mögul.
2. Ármann Olgeirsson 3,5
3-4. Jóhann Sigurðsson 2
3-4. Sigurbjörn Ásmundsson 2
5. Ketill Tryggvason 1,5
6. Hermann Aðalsteinsson 1
Næsta skákæfing verður á Húsavík að viku liðinni. H.A.
