15.11.2009 kl. 21:43
Erlingur Þorsteinsson Haustmeistari Goðans 2009 !
Erlingur Þorsteinsson (2123) sigraði á Haustmóti Goðans sem fram fór um helgina á Húsavík. Lengi vel leit út fyrir sigur Smára Sigurðssonar (1665) en formaðurinn Hermann Aðalsteinsson reyndist honum örlagavaldur í lokaumferðinni er hann lagði Smára.

Jakob Sævar Sigurðsson, Erlingur Þorsteinsson og Smári Sigurðsson.
Bræðurnir Smári og Jakob Sævar Sigurðssynir urðu í 2.-3. sæti en Smári fékk annað sætið á stigum. Snorri Hallgrímsson varð efstur unglinga með 3,5 vinning.
Sr Sighvatur og“Lærisveinarnir“
Í mótslok fór fram verðlaunaafhending og fékk Erlingur afhendan forkunnarfagran farandbikar í framsóknarlitnum. Fjórir keppendur voru dregnir af handahófi og fengu úrvals lambalæri frá Norðlenska sem aukaverðlaun. Þar á meðal var sjálfur sóknarprestur Húsvíkinga, Sighvatur Karlsson, og fengu verðlaunahafarnir þegar í stað viðurnefnið „presturinn og lærissveinarnir“!
Skákstjóri var Gunnar Björnsson.
Úrslit 7. umferðar:
| Name | Pts. | Result | Pts. | Name |
| Adalsteinsson Hermann | 3½ | 1 – 0 | 5 | Sigurdsson Smari |
| Thorsteinsson Erlingur | 4½ | 1 – 0 | 2 | Karlsson Sighvatur |
| Bessason Heimir | 3½ | 0 – 1 | 4 | Sigurdsson Jakob Saevar |
| Akason Aevar | 3½ | 1 – 0 | 2 | Vidarsson Hlynur Snaer |
| Einarsson Valur Heidar | 1 | 0 – 1 | 3 | Olgeirsson Armann |
| Asmundsson Sigurbjorn | 1 | ½ – ½ | 3 | Hallgrimsson Snorri |
Lokastaðan:
| Rk. | Name | RtgI | RtgN | Club/City | Pts. | TB1 | Rp |
| 1 | Thorsteinsson Erlingur | 2123 | 2040 | Goðinn | 5,5 | 28 | 1738 |
| 2 | Sigurdsson Smari | 0 | 1665 | Goðinn | 5 | 28,5 | 1749 |
| 3 | Sigurdsson Jakob Saevar | 1808 | 1745 | Goðinn | 5 | 27 | 1711 |
| 4 | Akason Aevar | 0 | 1560 | Goðinn | 4,5 | 29 | 1672 |
| 5 | Adalsteinsson Hermann | 0 | 1405 | Goðinn | 4,5 | 26,5 | 1639 |
| 6 | Olgeirsson Armann | 0 | 1420 | Goðinn | 4 | 18,5 | 1394 |
| 7 | Bessason Heimir | 0 | 1590 | Goðinn | 3,5 | 26,5 | 1572 |
| 8 | Hallgrimsson Snorri | 0 | 0 | Goðinn | 3,5 | 23 | 1466 |
| 9 | Vidarsson Hlynur Snaer | 0 | 0 | Goðinn | 2 | 22,5 | 1263 |
| 10 | Karlsson Sighvatur | 0 | 1325 | Goðinn | 2 | 22,5 | 1296 |
| 11 | Asmundsson Sigurbjorn | 0 | 1230 | Goðinn | 1,5 | 21 | 1141 |
| 12 | Einarsson Valur Heidar | 0 | 0 | Goðinn | 1 | 21 | 1030 |

