9.4.2014 kl. 21:19
Eyþór og Snorri meistarar í Stórutjarnaskóla
Skólaskákmót Stórutjarnaskóla fór fram í dag. Alls tóku 10 nemendur þátt í mótinu, átta í yngri flokki og tveir í eldri flokki. Snorri Már Vagnsson vann öruggan sigur í yngri flokki, en hann vann alla sína andstæðinga fimm að tölu. Kristján Davíð Björnsson varð í öðru sæti með fjóra vinninga og Ari Ingólfsson þriðji með þrjá vinninga. Eyþór Kári Ingólfsson vann sigur í eldri flokki með þrjá vinninga og Arnar Freyr Ólafsson varð í öðru sæti með tvo vinninga. tímamörk voru 10 mín á skák og tefldar voru 5 umferðir eftir monrad-kerfi.

Snorri, Kristján, Eyþór og Arnar hafa unnið sér keppnisrétt á sýslumótinu í skólaskák sem fram fer eftir páska.
Öll úrslit úr mótinu má sjá í skránni hér fyrir neðan.
