Rimaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita 2014

Rimaskóli úr Grafarvogi varð Íslandsmeistari grunnskólasveita í skák í dag þegar skáksveit frá skólanum vann sigur á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Keppnin var æsispennandi því Álfhólsskóli og Rimaskóli voru jafnir með 27 vinninga fyrir lokaumferðina en þessi tvö lið mættust í lokaumferðinni. Þar hafði Rimaskóli betur 3,5-0,5. Lundaskóli frá Akureyri hafnaði í 3 sæti með 22 vinninga.
 
2010 01 06 19.39.57
 
Sigursveit Rimaskóla ásamt liðsstjóra sínum Hjörvari Steini Grétarssyni. 
 
Lokastaðan. 
Rk. Team 1 2 3 4 5 6 7 8 9  TB1   TB2   TB3 
1 Rimaskóli  *  3 4 4 4 4 4 4 30.5 16 0
2 Álfhólsskóli ½  *  3 4 4 4 4 4 4 27.5 14 0
3 Lundarskóli – A 1 1  *  3 2 3 4 4 4 22.0 11 0
4 Grenvíkurskóli 0 0 1  *  3 2 3 4 4 17.0 9 0
5 Brekkuskóli 0 0 2 1  *  2 4 4 4 17.0 8 0
6 Þingeyjarskóli 0 0 1 2 2  *  2 3 4 14.0 7 0
7 Stórutjarnaskóli 0 0 0 1 0 2  *  2 3 8.0 4 0
8 Borgarhólsskóli 0 0 0 0 0 1 2  *  3 6.0 3 0
9 Lundarskóli – B 0 0 0 0 0 0 1 1  *  2.0 0 0

Mótið á chess-results

2010 01 06 19.38.33
 

Silfurlið Áflhólsskóla úr Kopavogi ásmat Lenku Ptáčníková liðsstjóra 

2010 01 06 19.36.48
 

Bronslið Lundaskóla ásamt Áskeli Erni Kárasyni liðsstjóra þess.

Steinþór Baldursson og Hermann Aðalsteinsson voru mótsstjórar og gekk mótshaldið hratt og vel fyrir sig. 

2010 01 06 19.06.39
 

Frá úrslitaviðureigninni.