4.1.2013 kl. 14:51
FASTUS-mótið Gestamót Goðans-Máta hófst í gær
FASTUS mótið – Gestamót Goðans-Máta hófst 3. janúar. Mótið er gríðarlega sterkt og eru meðalstig keppenda um 2200. Þrír stórmeistarar taka þátt í mótinu, Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson og Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna. Þá eru þrír alþjóðlegir meistarar og 10 Fide-meistarar meðal keppenda auk þess sem Ólympíulandsliði Íslands í kvennaflokki var boðið sérstaklega til leiks. Alls leiða 30 keppendur saman hesta sína á mótinu.
Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri FASTUS lék fyrsta leikinn í skák Þrastar Þórhallsonar og Björns Þorsteinnssonar. Gunnar Björnsson forzeti SÍ fylgist með
FASTUS er bakhjarl mótsins en umsjón þess er í höndum skákfélagsins Goðans-Máta. FASTUS mótið 2013 fer fram í húsakynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni 12 í Reykjavík, með góðfúslegu leyfi Skákskóla Íslands sem hefur aðstöðuna til umráða. Teflt er á fimmtudagskvöldum og hefst rimma snillinganna við skákborðið kl. 19:30
Eins og venja er var sitthvað um óvænt úrslit. Þau helstu voru að Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
(1872) vann Benedikt Jónasson (2246) og Hrafn Loftsson (2193) vann alþjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2413).
Tveimur skákum var frestað vegna veikinda en engu að síður er búið að raða í 2. umferð sem fram fer á fimmtudagskvöldið.
Pörun og úrslit má nálgast áChess-Results.
Goðar-Mátar eru sem fyrr duglegir að draga lítt virka skákmenn að skáborðinu. Karl Þorsteins (2464) er nú að tefla á sína fyrsta kappskákmóti síðan í landsliðsflokki Skákþings Íslands árið 1993 en meðal annarra fátíðra keppenda á lengri mótum má nefna Andra Áss Grétarsson (2327) og Þröst Árnason (2291).
