11.1.2013 kl. 10:56
FASTUS-mótið. Karl, Sigurbjörn, Þröstur og Ingvar efstir
Alþjóðlegi meistarinn, Karl Þorsteins (2464), stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2441) og FIDE-meistararnir Sigurbjörn Björnsson (2381) og Ingvar Þór Jóhannesson (2340) eru efstir og jafnir með fullt hús að lokinni 2. umferð Fastus-mótsins – Gestamóti Goðans sem fram fór gær.

Ingvar Þór Jóhannesson og Hrafn Loftsson
Sem fyrr var eitthvað um óvænt úrslit. Einar Hjalti Jensson (2301) gerði jafntefli við stórmeistarann Stefán Kristjánsson (2486). Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1872) heldur áfram að eiga frábært mót og gerði nú jafntefli við Andra Áss Grétarsson (2327) og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir vann Björn Þorsteinsson (2209). Öll úrslit 2. umferðar má finna hér.
Búið er að raða í 3. umferð sem fram fer á fimmtudagskvöld nk. Þá mætast meðal annars: Sigurbjörn-Karl, Þröstur-Ingvar Þór og Stefán – Jóhanna Björg. Röðun í 3. umferð má finna hér.
Mótið fer fram í húsakynnum Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.
