Félagatal og fl.

Félagatal. (Um skákfélagið Goðann, neðar) 

Andri Valur Ívarsson
Arnar Grant
Axel Smári Axelsson 

Ágúst Már Gunnlaugsson
Ásgeir Páll Ásgeirsson

Ármann Olgeirsson            heiðursfélagi.                 

Árni Garðar Helgason                      

Baldur Daníelsson                          

Barði Einarsson                              
Benedikt Þ Jóhannsson                  

Benedikt Þorri Sigurjónsson           

Björn Þorsteinsson                         

Brandur Þorgrímsson      

Dagur Þorgrímsson        

Einar Már Júlíusson       

Einar Hjalti Jensson
Guðmundur Hómgeirsson                  
Hallur B Reynisson                        
Heimir Bessason                            

Helgi Egilsson                                 

Hermann Aðalsteinsson  formaður
Hlíðar Þór Hreinsson                  
Hlynur Snær Viðarsson
Ingi Fjalar Magnússon
  
Ingvar Björn Guðlaugsson                                 

Jakob Sævar Sigurðsson                

Jóhann Gunnarsson      

Jón Hafsteinn Jóhannsson 

Jón S Guðlaugsson 
Jón Þorvaldsson                           

Ketill Tryggvason 

Kristján Eðvarðsson           

Orri Freyr Oddsson                                       
Páll Ágúst Jónsson                        
Pétur Gíslason

Ragnar Fjalar Sævarsson                               

Rúnar Ísleifsson                             

Sighvatur Karlsson       ritari
Sigtryggur Andri Vagnsson                         
Sigurbjörn Ásmundsson     gjaldkeri
Sigurður Daði Sigfússon                 

Sigurður Jón Gunnarsson               
Sigurjón Benediktsson                                             

Smári Sigurðsson           1.varamaður í stjórn                

Snorri Hallgrímsson
Stephen Jablon

Sveinn Arnarson                       
Sæþór Örn Þórðarson                                      

Timothy Murphy

Tómas Björnsson                                            
Valur Heiðar Einarsson
Viðar Njáll Hákonarson                   
Þorgrímur Daníelsson    
Þröstur Árnason 

Ævar Ákason                                 


Ath. Fullgildir félagsmenn teljast þeir sem hafa mætt á amk. eina skákæfingu og/eða eitt skákmót hjá félaginu síðastliðinn þrjú ár. 

 

Skákfélagið Goðinn. Gagnlegar upplýsingar ! 

Frétta og upplýsingasíða Skákfélagsins Goðans.  Félagsvæði Skákfélagsins eru Þingeyjarsýslurnar báðar og Húsavík.  Þó er búseta á félagssvæðinu alls ekki skilyrði fyrir félagsaðild. Á þessari heimasíðu verður sagt frá öllu því sem skákfélagið Goðinn stendur fyrir, m.a. skákæfingar og skákmót.  Greint verður frá gengi okkar skákmanna taki þeir þátt í mótum hjá öðrum skákfélögum bæði hérlendis og erlendis. Öll úrslit úr mótum félagsins verða birt hér á síðunni. Einnig er töluvert myndasafn (sjá myndaalbúmin) aðgengilegt hér á síðunni af félagsstarfinu síðustu ár. 

Skákfélagið Goðinn var formlega stofnað 15 mars 2005 og fyrsta stjórn félagsins kjörin. Þá voru stofnfélagar 11. Reyndar höfðu stofnfélagarnir hitts reglulega árið áður án þess að sérstakur félagsskapur væri stofnaður.  Síðan þá hefur félagið verið í örum vexti og í dag eru skráðir 55 einstaklingar í félagið.(Jan 2011)  Flestir búa í Þingeyjarsýslu og á Húsavík. Nokkrir búa á stór-Eyjafjarðarsvæðinu og nokkrir í Reykjavík.

Eftirtaldir skipa stjórn félagsins: 

Hermann Aðalsteinsson formaður 
Sighvatur Karlsson        ritari
Sigurbjörn Ásmundsson gjaldkeri.

Goðinn stendur fyrir reglubundnum skákæfingum og skákmótum frá september til og með apríl ár hvert. Skákæfingarnar eru haldnar öll mánudagskvöld á Húsavík yfir vetrartímann. Skákmót félagsins eru flest haldin á Húsavík. Goðinn hefur sent skáksveit til keppni á Íslandsmóti skákfélaga undanfarin 6 ár og sl tvö ár sendi félagið þrjár skáksveitir til keppni.

Félagið hefur staðið fyrir skákmótum fyrir börn og unglinga á undanförnum árum og hafa þau verið vel sótt. Félagið hefur einnig staðið fyrir skákkennslu fyrir börn og unglinga undanfarin ár.

Undir venjulegum kringumstæðum er lítil starfsemi á vegum félagsins yfir sumarmánuðina, en hefur þó farið vaxandi sl tvö sumur.

Hermann Aðalsteinsson Lyngbrekku. Sími 4643187 og 8213187.
lyngbrekku@simnet.is

 

Um stofnun skákfélagsis Goðans.

Snemma í febrúar 2004 auglýsti Ármann Olgeirsson á Vatnsleysu í Hlupastelpunni eftir hvort einhverjir í Þingeyjarsveit hefðu áhuga á því að tefla. Í ljós kom að nokkrir höfðu áhuga fyrir því.

Þann 19 febrúar 2004 hittust 3 skákmenn á Fosshóli og héldu okkar fyrsta formlega skákkvöld, en það voru þeir Ármann Olgeirsson, Hallur Birkir Reynisson og Hermann Aðalsteinsson.

Viku seinna hittust 5 skákmenn á Stórutjörnum, þessir þrír áðurnefndu auk Baldurs Daníelssonar og Jóhanns Sigurðssonar.  Alls voru haldnar 8 skákæfingar þennan vetur með mis mikilli mætingu, eða frá 4 uppí 8 manns.

Vetrarstarfinu lauk svo síðan með 2ja kvölda skákmóti sem 8 skákmenn tóku þátt í á Fosshóli.  þar var krýndur okkar fyrsti skákmeistari sem var Baldur Daníelsson. Hlaut hann 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Ármann Olgeirsson varð annar með 5,5 vinninga og Jóhann Sigurðsson þriðji með 5 vinninga. Baldur fékk farandbikar að launum til varðveislu næsta árið, sem Ármann Olgeirsson gaf í tilefni dagsins. Þetta mót fór fram 25-26 apríl 2004. Umhugsunartíminn var 20 mín á mann. Mótið markaði lok vetrarstarfsins.

11. október sama ár hófst skákstarfið á nýjan leik. Fyrirkomulagið var með svipuðu sniði og veturinn áður, nema að nú var teflt annan hvern þriðjudag.  Skákæfingarnar urðu 13 talsins. Nokkrir nýjir skákmenn bættust í hópinn, þegar á leið, þó svo að aldrei voru fleiri en 8 á hverri æfingu.

Snemma árs 2005 var stofnað formlegt skákfélag og 15 mars var kosin þriggja manna stjórn. Kosningu hlutu: Ármann Olgeirsson 5 atkvæði, Hermann Aðalsteinssson,5 atkvæði og Hallur B Reynisson 4 atkvæði.  Aðrir sem fengu atkvæði voru Ketill Tryggvason 2 atkvæði, Jóhann Sigurðsson og Hólmfríður Eiríksdóttir 1 atkvæði hvort.  Ákveðið var að stjórn skipti með sér verkum og væri hún kjörin til eins árs.

29 mars var haldinn stuttur fundur til að ákveða nafn á það. Fyrir valinu varð skákfélagið Goðinn. Stjórn hafði þá skipt með sér verkum , þannig að Hermann Aðalsteisson varð formaður, Ármann Olgeirsson ritari og Hallur B Reynisson gjaldkeri. Hófst þá skráning í félagið og skráðu sig 12 stofnfélagar í félagið..

Sótt var um aðild að skáksambandi Íslands og stefnt á að taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga 4. deild vetruinn 2005-6.

Vetrarstarfinu lauk síðan með skákmóti á Fosshóli 12 og 19 apríl. Teflt var eftir monrad-kerfi 5 umferðir með 30 mín umhugsunartíma á mann. Að loknum 5 umferðum voru 3 keppendur efstir og jafnir með 4 vinninga,  Ármann, Jóhann og Hallur. þeir kepptu sín á milli um efsta sætið í hrað- skákum en ekki fengust úrslit úr því heldur. Þá voru reiknuð út stig og eftir þann reikning stóð Ármann Olgeirsson uppi sem sigurvegari. Jóhann og Hallur deildu öðru sætinu. Ármann fékk því bikrarinn til varðveislu næsta árið. 

( Formáli úr fundargerðabók skákfélagsins Goðans.)  Hermann Aðalsteinsson.