2.9.2012 kl. 22:18
Félagsfundur og fyrsta skákæfing vetrarins
Skákfélagið Goðinn byrjar sitt vetrarstarf mánudagskvöldið 3. september með félagsfundi í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík kl 20:30.

Mjög áríðandi er að sem flestir félagar mæti á fundinn þar sem að mikilvæg ákvörðun, er varðar framtíð félagsins, verður tekinn á fundinum.
Að fundi loknum verður teflt.
Með von um að sjá sem flesta.
Stjórn Skákfélagsins Goðans.
