30.8.2009 kl. 22:00
Félagsfundur og fyrsta skákæfing vetrarins í Litlulaugaskóla.
Vetrartarfið hefst með félagsfundi í Litlulaugaskóla í Reykjadal miðvikudagskvöldið 2 september nk. kl 20:30.
Á fundinum verður eftirfarandi tekið fyrir.
— Ný lög skákfélagsins Goðans borin upp til samþykktar
— Lögð lokahönd á æfinga og mótaáætlun fram til áramóta
— Undirbúningur fyrir íslandsmót skákfélaga
— Önnur mál.
— Önnur mál.
Að fundi loknum verður gripið í tafl. Það fer svo eftir mætingu á fundinn hve margar skákir verða tefldar og hver tímamörkin verða.
Stjórn væntir þess að sem flestir félagsmenn mæti á þetta fyrsta skákkvöld vetrarins. H.A.
