3.5.2008 kl. 00:55
Félagsmönnum fjölgar.
Í dag gengu tveir skákmenn til liðs við Goðann. Þeir eru Ævar Ákason og Barði Einarssson.
Ævar Ákason (1620) er búsettur á Húsavík og fyrrum liðsmaður Taflfélags Húsavíkur. Hann tók þátt í skákþingi Goðans um daginn.
Barði Einarsson er búsettur í Reykjavík. Hann hefur lítið teflt á Íslandi en var virkur í Bretlandi. Hann er með 144 Bresk skákstig (sem er styrkleiki á við 2000 FIDE) en fór hæst í 159 stig.
Eftir þessa fjölgun eru 28 skákmenn skráðir í Goðann.
Stjórn skákfélagsins Goðans býður þá félaga velkomna í félagið. H.A.