8.1.2014 kl. 00:26
Felix sigraði á æfingu í Mjóddinni
Á fyrstu æfingu ársins sem haldin var 6. janúar 2014 var skipt í hópa og glímt við ýmis viðfangsefni skákarinnar. Alec Elías, Felix og Heimir Páll fóru í spánska leikinn, enska leikinn og franska vörn hver með sinn hóp og síðan voru Óskar og Erla með sinn hvorn hópinn. Þegar æfingin var tæplega hálfnuð voru pizzurnar sóttar og þegar þær voru búnar var fyrst teflt. Umhugsunartíminn var því í styttra lagi eða 7 mínútur og aðeins tefldar 4 umferðir.
Felix Steinþórsson sigraði á æfingunni með fullu húsi eða 4v. Þrír voru svo jafnir með 3v en það voru Bjarki Arnaldarson, Óskar Víkingur Davíðsson og Sindri Snær Kristófersson. Þá voru reiknuð stig og þar var Bjarki hæstur með 9,5 stig en Óskar og Sindri Snær voru jafnir fyrri útreikningi með 7 stig og einnig í seinni útreikningi með 8 stig. Þeir teflu innbirðis svo það þurfti að grípa til bráðabana. Þar dró Sindri Snær hvítt og fékk 6 mínútur á klukkuna meðan Óskar var 5 mínútur og dugði jafntefli til sigurs. Það fór svo að Óskar hafði betur og hlaut þar með 3. sætið.
Þátttakendur að þessu sinni voru: Felix Steinþórsson, Bjarki Arnaldarson, Óskar Víkingur Davíðsson, Sindri Snær Kristófersson, Birgir Ívarsson, Heimir Páll Ragnarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Stefán Orri Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Axel Óli Sigurjónsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Alec Elías Sigurðarson, Adam Ómarsson, Egill Úlfarsson og Aron Kristinn Jónsson.
Næsta æfing verður svo mánudaginn 13. janúar nk. og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að skipta þá í tvo flokka eftir aldri og stigum. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
