Í tengslum við 20 ára afmælisskákmót Goðans um helgina verður efnt til fjölteflis við enska stórmeistarann Simon Williams sem fer fram á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík í kvöld kl 20:30. Fjölteflið er öllum opið en þó verða fjöldatakmarkanir í það og miðast keppendafjöldinn við 25 manna hámark.

Þess vegna er fyrirfram skráning nauðsynleg í það og áhugasamir um að taka þátt í þessum viðburði er bent á að skrá sig hér til leiks í fjölteflinu