Framsýnarmótið 2013

Framsýnarmótið í skák 2013 verður haldið helgina 27-29 september nk. að Breiðumýri í Reykjadal Þingeyjarsveit. 

 

Það er skákfélagið Goðinn/Mátar í Þingeyjarsýslu sem heldur mótið með dyggum stuðningi Framsýnar-stéttarfélags og flugfélagsins Ernis  Mótið er öllum skákáhugafólki opið.

 

Dagskrá.

1. umf. föstudaginn 27 sept kl 19:30   25 mín (atskák)
2. umf. föstudaginn 27 ——-kl 20:30       
3. umf. föstudaginn 27 ——-kl 21:30     
4. umf. föstudaginn 27 ——-kl 22:30     

5. umf. laugardaginn 28 sept kl 11:00  90 mín + 30 sek/leik
6. umf. laugardaginn 28 ——-kl 17:00   
7. umf. sunnudaginn  29 ——kl 11:00 
 

Verðlaunaafhending í mótslok.

Verðlaun.

Veittir verða glæsilegir eignarbikarar fyrir þrjá efstu í mótinu sem eru félagsmenn Goðans-Máta sem stéttarfélagið Framsýn gefur í tilefni af samvinnu Framsýnar og skákfélagsins Goðans/Máta. Einnig hljóta þrír efstu utanfélagsmennirnir eignarbikara sem Framsýn gefur.

Einnig verða veitt verðlaun í unglingaflokki (16 ára og yngri) og fá allir keppendur í unglinga flokki skákbækur í verðlaun sem Skáksamband Íslands gefur. 

Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Ekkert þátttökugjald er í mótið.

Upplýsingar.

Allar nánari upplýsingar um Framsýnarskákmótið eru og verða aðgengilegar á heimasíðu skákfélagins Goðans/Máta. Fréttir af mótinu eins og staða, skákir og svo loka-úrslit, verða birt á http://www.godinn.blog.is/  og á http://www.framsyn.is/

Skráning.

Skráning í mótið er hér efst á heimasíðunni. Einnig er hægt að skrá sig til leiks hjá Hermanni Aðalsteinssyni, formanni skákfélagins Goðans/Máta, í síma 4643187 og 8213187 lyngbrekku@simnet.is

Upplýsingar um skráða keppendur má skoða hér     


EagleAir-641-hofn-januartilbod-250x150


1317204445-framsyn