Ísland gegn Namibíu
chess-legend-ulf-andersson
Ulf Andersson reyndist ekki vera vopnaður

Ólympíumótið í skák hófst í dag í borginni Tromsö í Noregi. Smávægileg töf varð á upphafi fyrstu umferðar vegna öryggisráðstafana, en allir keppendur þurfa að ganga í gegnum vopnaleitarhlið, sem tekur sinn tíma enda mótið risavaxið í alla staði.

Ísland gegn Namibíu
Ísland gegn Namibíu

Hliðið leitar einnig að raftækjum, en stranglega bannað er að hafa slíkt inni í skáksalnum. Í framhaldinu verður liðum gert kleift að ganga í salinn allt að klukkutíma áður en umferðir hefjast, svo hægt verði að gegnumlýsa alla í tæka tíð.

Þröstur við upphaf fyrstu umferðar
Þröstur við upphaf fyrstu umferðar

Íslensku liðin unnu bæði með fullu húsi í dag, kvennaliðið gegn Namibíu og liðið í opnum flokki gegn Eþíópíu.

 

Viðureignir okkar manna:

Þröstur Þórhallsson stýrði svörtu mönnunum gegn Fidemeistaranum  Yimam Abera Belachew (2194) og vann örugglega.

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir tefldi á fyrsta borði í kvennasveitinni og vann Kamutuua Tjatindi frá Namibíu.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir tefldi við Toshi Haufiku á þriðja borði og vann örugglega.

Elsa María Kristínardóttir tefldi við Jolly Nepando á fjórða borði og vann öruggan sigur.