4.9.2012 kl. 12:50
Fyrsta skákæfing vetrarins.
Í gærkvöld hófst vetrarstarf Goðans með félagsfundi og skákæfingu á Húsavík.
9 félagsmenn mættu á fundinn og tefldu svo einfalda hraðskákumferð að fundi loknum.
Smári Sigurðsson kemur vel undan sumri og lagði alla sína andstæðinga í gærkvöld.
Úrslit á fyrstu skákæfingu vetrarins:
1. Smári Sigurðsson 7 af 7
2. Ævar Ákason 5
3-4. Baldur Daníelsson 4
3-4. Hermann Aðalsteinsson 4
5. Hlynur Snær Viðarsson 3,5
6. Sigurbjörn Ásmundsson 2
7. Snorri Hallgrímsson 1,5
8. Árni Garðar Helgason 1
Niðurstöðu félagsfundar verða gerð skil hér á síðunni síðar í vikunni.
