15.9.2013 kl. 12:36
Gagnaveitumótið – Haustmót TR hefst í dag
Gagnaveitumótið – Haustmót TR hefst í dag. Goðinn-Mátar á einn félagsmann í mótinu, Einar Hjalti Jensson og er hann þriðji stigahæsti keppandinn. Lokaðir flokkar verða þrír í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem í ár ber nafn Gagnaveitu Reykjavíkur. Á sjötta tug keppenda er skráður í mótið en enn er tekið við skráningum í opinn flokk sem mun líklega telja á þriðja tug keppenda. Töfluröð lokuðu flokkanna er að finna hér að neðan.
