Valur og Snorri Már héraðsmeistarar HSÞ í skák í flokki 16 ára og yngri.

Héraðsmót HSÞí skák í flokki 16 ára og yngri fór fram á Laugum í dag. Sjö keppendur mættu til leiks. þrír í eldri flokki og fjórir í yngri flokki.  Valur Heiðar Einarsson gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir, sex að tölu og hreppti þar með titilinn héraðsmeistari HSÞ í skák 2011 16 ára og yngri. Hlynur Snær Viðarsson varð í öðru sæti með 5 vinninga og Snorri Hallgrímsson varð þriðji með 4 vinninga. Tefldar voru skákir með 15 mín umhugsunartíma á mann.

maí 2011 002
 

Bjarni Jón Kristjánsson, Snorri Hallgrímsson, Hlynur Snær Viðarsson, Valur Heiðar Einarsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Snorri Már Vagnsson og Ari Ingólfsson fyrir utan Dalakofann á Laugum í dag. 

Snorri Már Vagnsson vann í flokki 13 ára og yngri með 2,5 vinninga. Eyþór Kári Ingólfsson varð í öðru sæti með 1,5 vinning og Bjarni Jón Kristjánsson varð í þriðja sæti líka með 1,5 vinning. Eyþór og Bjarni háðu auka keppni um annað sætið. Þeir unnu hvor sína hraðskákina og var þá tefldur bráðabani þar sem hvítur hafði 6 mín en svartur var með 5 mín og svörtum dugði jafntefli til sigurs. Eyþór, sem var með hvítt, vann kónginn af Bjarna og þar með skákina og hreppti því annað sætið.

Lokastaðan:

1.  Valur Heiðar Einarsson   Völsungi   6 af 6
2.   Hlynur Snær Viðarsson  Völsungi   5
3.  Snorri Hallgrímsson        Völsungi   4
4.  Snorri Már Vagnsson      G&A         2,5
5.  Eyþór Kári Ingólfsson     Einingin   1,5  (+2)
6.  Bjarni Jón Kristjánsson   Eflingu     1,5  (+1)
7.  Ari Ingólfsson                 Einingin    0,5

maí 2011 001

Eyþór Kári Ingólfsson og Ari Ingólfsson báðir í Einingunni, að tafli.