26.12.2007 kl. 20:41
Gameknot mótið er byrjað.
Nú í dag setti ég af stað skákmót á Gameknot skákvefnum. Allir skráðir félagar í Goðanum sem og eru líka skráðir á Gameknot geta verið með. Mótið er fyrir 11 keppendur og tefla allir við alla tvær skákir, eða samtals 20 skákir hver. Allir tefla 4 eða 5 skákir í einu. Það er laust pláss fyrir 4 keppendur, þannig að þeir sem áhuga hafa geta skráð sig inn á Gameknot skákvefinn og haft síðan samband við formann og gefið upp notendanafnið sitt og þá sendi ég boð um þátttöku til viðkomandi í mótið. Líklegt er að mótið taki 3-6 mánuði.
Að sjálfsögðu veiti ég allar upplýsingar um mót þetta, ef einhverjar spurningar vakna, og aðstoða áhugasama við að skrá sig til keppni. Mót þetta er tilvalið fyrir þá félagsmenn sem komast að öllu jöfnu ekki á æfingar eða á mót hjá félaginu. H.A.
Slóðin er: http://www.gameknot.com
