Garðar Már Einarsson sigraði með fullu húsi 6v af sex mögulegum á Huginsæfingu þann 22. maí sl. Garðar Már vann þær fimm skákir sem hann tefldi á æfingunni og leysti einnig dæmi æfingarinnar rétt eins og allir sem reyndu við það. Garðar hefur nokkrum sinnum lent í verðlaunasæti á þessum æfingum en þetta var fyrsti sigur Garðars æfingunum. Vel að verki staðið hjá Garðari sem byrjaði ekki að æfa skák fyrr en nokkuð var liðið á veturinn. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 5v og þriðji Rayan Sharifa með 4v
Í æfingunni tóku þátt: Garðar Már Einarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Eyþan Már Einarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir og Sigurður Rúnar Gunnarsson.
Lokaæfing á vormisseri verður næsta mánudag 29. mai 2017 og hefst kl. 17.15. Þá verða veittar viðurkenningar fyrir veturinn og um miðja æfinguna verður pizzuveisla. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjavals og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmið á æfingunni:
Á síðustu æfingu voru 12 dæmi þannigg að þessu sinn var látið nægja að vera með eitt dæmi í léttari kantinum.
[fen]8/1p3k2/p7/5K2/P4P2/8/8/8 w – – 0 1[/fen]
Hvítur á leik. Merkja á við rétta fullyrðingu um stöðuna.
- 1. Ke5 til að sækja peð svarts á drottningarvæng og hvíta a-peðið verður að drottningu.
- Blokkera peð svarts á drottningarvæng með 1. a5 og sækja svo fram með kónginn þegar svarti kóngurinn víkur sér undan. Reyni svartur b5 þá er það peð tekið með framhjáhlaupi og svartur getur ekki passað bæði b og f-peðið.
- Svarið í lið 2 gengur ekki þar sem svartur leikur bara 1…..b5 og fær drotttningu á undan. Best er því að leika 1.Ke4 eða Kb4 og ýta f-peðinu svo áfram.
- Bíða átekta og fara með hvíta kónginn hringinn í kringum peðið, þ.e. Kg4, Kf3 og Ke4. Síðan er ráðist til atlögu með f-peðinu.
