14.5.2011 kl. 10:12
Gengið frá skákkennslusamning við Norðurþing í gær.
Í gær var undirritaður samningur skákfélagsins Goðans við sveitarfélagið Norðurþing um skákkennslu í grunnskólum Norðurþings (Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn). Samningurinn er til tveggja ára. Raunar hófst skákkennsla, á grundvelli samningsins sem var undirritaður í gær, í febrúar sl. og er hún í umsjá Smára Sigurðssonar, sem kennir lengra komnum nemendum og Hermanns Aðalsteinssonar sem sér um byrjendur. Skákkennslan fer fram í sal Framsýnar-stéttarfélags.
Frá skákmóti 2009
Það var formaður skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd Goðans og Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi Norðurþings sem skrifaði undir hann fyrir hönd Norðurþings.
Skákkennslunni lýkur þetta vorið nk. miðvikudag, en skákkennslan hefst aftur með komandi hausti.
