Lenka (250x188)Lenka Ptácníková (2264) stóð sig afar vel á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi sem lauk í gær. Lenka tapaði reyndar tveimur síðustu skákunum; í lokaumferðinni fyrir Hannesi Hlífari Stefánssyni (2540) í uppgjöri fyrsta borðs manna Íslands.

Lenka hlaut 5,5 vinning, endaði í 25.-47. sæti (25. sæti á stigum) og hlaut önnur verðlaun í kvennaflokki.

Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 6,5 vinning og endaði í 6.-14. sæti (13. sæti á stigum). Guðlaug Þorsteinsdóttir hlaut 4,5 vinning og endaði í 64.-90. sæti (88. sæti á stigum).

Frammistaða Lenku samsvaraði 2455 skákstigum og hækkar hún um heil 35 skákstig fyrir frammistöðu sína! Hún er því aftur komin yfir 2300 skákstigin.

Alls tóku 160 keppendur þátt frá 23 löndum. Þar af voru 16 stórmeistarar og 15 alþjóðlegir meistarar. Hannes var nr. 10 í stigaröð keppenda og Lenka var nr. 39.