2.3.2008 kl. 23:03
Goðinn í 10. sæti
Góður árangur náðist á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fór um helgina í Reykjavík. Goðinn varð í 10 sæti í 4. deild með 23 vinninga. Efsta liðið Haukar-C fékk 27,5 vinninga. Ekki eru þó endanleg úrslit komin vegna kærumála í 4 deildinni.
Pistill um mótið frá formanni er væntanlegur hér á blogginu á morgun. H.A.