10.10.2010 kl. 23:00
Goðinn í 3-5 sæti.
A-lið Goðanser í 3-5 sæti í 3. deild með 6 stig og 15 vinninga að afstöðnum fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga. A-lið Víkingaklúbbsins leiðir 3. deildina með 7 stig og 17,5 vinninga. A-liðið gerði 3-3 jafntefli við A-lið Taflfélags Garðabæjar í spennandi viðureign. Björn þorsteinsson vann sinn andstæðing, Ásgeir, Einar,Tómas og Jón gerðu jafntefli, en Sigurður tapaði.
B-lið Goðans er í 7 sæti með 4 stig og 14,5 vinninga og C-liðið er í 13 sæti með 4 stig og 12,5 vinninga. B-liðið tapaði í dag 2-4 fyrir TR-d. C-liðið gerði 3-3 jafntefli við TV-d
Seinni hlutinn verður tefldur dagana 4-5 mars 2011. Þá mætir A-lið Goðans B-liði Skákfélags Akureyrar í 5. umferð. B-liðið mætir skákfélaginu Æsir og C-liði keppir við Fjölni – C
Staðan í 3.deild
http://chess-results.com/tnr38867.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000
Staðan í 4. deild
http://chess-results.com/tnr38868.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000
Íslandsmóti skákfélaga verður gerð skil í pistli formanns á morgun og þá verða birtar myndir frá mótinu.
