17.9.2013 kl. 12:10
Goðinn-Mátar er 5 stærsta skákfélag landsins
Samkvæmt keppendaskrá skáksambands Íslands er Goðinn-Mátar orðið fimmta stærsta skákfélag landsins miðað við fjölda félagsmanna. Í dag eru 98 félagsmenn skráðir í félagið og hefur fjölgað mjög frá því félagið var stofnað árið 2005. Stofnfélagar voru 11 árið 2005 og hefur síðan fjölgað jafnt og þétt. Mest munaði þó um sameiningu Goðans og Máta í fyrra haust en þá fjölgaði félagsmönnum um rúmlega 20.
Reykjavíkurfélögin TR og Hellir eru langstærstu skákfélög landsins með vel á þriðja hundrað félagsmenn. Taflfélag Garðabæjar er með 129 á félagsskrá og Taflfélag Vestmannaeyja er með 104 skráða félagsmenn. Skákfélag Akureyrar er með 93 skráða félagsmenn í dag eða örlítið færri en Goðinn-Mátar.
Hér er listi yfir fjölda félagsmanna hjá virkum Íslenskum skákfélögum. Erlendir skákmenn eru ekki taldir með.
TR 264
Hellir 258
TG 129
TV 104
Goðinn-Mátar 98
SA 93
KR 85
Haukar 84
TB 81
Fjölnir 74
Vinjar 56
Víkingakl. 45
SSON 32
Sauðárkrókur 25
Akranes 24
TK 22
SAUST 18
Bridsfjelagið 18
Siglufjörður 17
UMSB 17
SFÍ 14
Æsir 12
Kórdrengirnir 12
Snæfellsnes 10
