19.9.2012 kl. 10:38
Goðinn/Mátar – Víkingaklúbburinn. Úrslitaviðureignin annað kvöld !
Úrslitaviðureign Víkingaklúbbsins og Goða-Máta fer fram á fimmtudaginn. Búast má harðri baráttu enda hefur hvorugt félagið unnið bikar hingað til og hefur mikill taugatitringur í báðum herbúðum ekki farið framhjá neinum skákáhugamanni.
Viðureignin fer fram á hlutlausum velli. Leikurinn fer fram í húsnæði Senu, Kletthálsi 1, en leiðarlýsingu má finna hér. Viðureignin hefst kl. 20:30 og gert er ráð fyrir afar jafnri og spennandi viðureign.
Áhorfendur hjartanlega velkomnir en í lok viðureignarinnar mun Vigfús Ó. Vigfússon, formaður Hellis, sem stendur fyrir keppninni, krýna nýjan sigurvegara.
