7.9.2012 kl. 11:06
Goðinn og Mátar sameinast !
Fréttatilkynning 7. sept.
2012
Skákfélagið Goðinn og Taflfélagið
Mátar hafa tekið saman höndum og myndað með sér bræðralag.
Þannig renna félögin tvö nú saman í eitt og ber hið sameinaða félag nafnið
Goðinn-Mátar. Með þessum samruna verður til eitt af öflugustu skákfélögum
landsins, grundvallað á sáttmála beggja félaga um góðan anda og gagnkvæma
virðingu.
Skákfélagið Goðinn-Mátar mun væntanlega tefla fram einni sveit í 1.
deild, einni í 3. deild og allt að fjórum liðum í fjórðu deildinni á næstu
leiktíð Íslandsmóts skákfélaga. Mikill metnaður og tilhlökkun er meðal
félagsmanna til að efla starfið á fleiri sviðum enda horfir vænlega um
samvirkni og samlegðaráhrif. Ein veigamesta forsendan við sameiningu félaga
almennt er að menning og bragur þeirra séu samstæð og eigi samleið. Svo er í þessu tilviki þar sem bæði félögin
leggja mikið upp úr nálægð, persónulegri vináttu og svolítið heimilislegum brag,
auk áherslu á fræðslustarf á skemmtilegum
nótum.
Frekari fréttir af samruna og
starfsemi Goðans-Máta verða birtar á heimasíðu félagsins og hér á síðunni
skák.is eftir því sem málum vindur fram og vetrarstarfið tekur á sig gleggri mynd.
