Goðinn vann TG stórt. Mætir Víkingaklúbbnum í úrslitum 15. sept.

Goðinn mætti ekki með sitt sterkasta lið í Garðabæinn, en unnu samt stórsigur 57,5 vinningar gegn 14,5 vinningum Garðbæinga  Staðan í hálfleikvar 4,5 -31,5 fyrir Goðann. Kristján Eðvarðsson fór á kostum og fékk 11 vinninga af 12 mögulegum. Einar Hjalti fékk 10,5 og Tómas Björnsson 10 vinninga úr 12.

Árangur Goða:

  • Kristján Eðvarðsson 11 v. af 12
  • Einar Hjalti Jensson 10,5 v. af 12
  • Tómas Björnsson 10 v. af 12
  • Helgi Áss Grétarsson 7,5 v. af 8
  • Jón Þorvaldsson 7 v. af 10
  • Sigurður Daði Sigfússon 5,5 v. af 6
  • Þröstur Árnason 4 v. af 6
  • Páll Ágúst Jónsson 2 v. af 6

Fyrir TG tefldu:

  • Björn Jónsson 4,5 v. af 12
  • Leifur I. Vilmundarson 3,5 v. af 12
  • Ásgeir Þór Árnason 3 v. af 12
  • Jóhann H. Ragnarsson 3 v. af 12
  • Páll Sigurðsson 0,5 v. af 9
  • Jón Þór Bergþórsson 0 v. af 6
  • Svanberg Pálsson 0 v. af 9

Einnig tefldu Taflfélagið Hellir gegn Víkingaklúbbnum og hafði þar Víkingaklúbburin betur.

Goðinn mætir því Víkingaklúbbnum í úrslitum hraðskákkeppni taflfélaga og fer viðureigin fram í Laugardalshöll 15. sept nk.