Góður árangur hjá Einar Garðari.

Einar Garðar Hjaltason (1655) náði fínum árangri á íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór í Bolungarvík í dag. Einar krækti í 6,5 vinninga (af 13 mögulegum) og endaði í 23 sæti.
Alls kepptu 33 á mótinu.

Einar vann nokkra stigahærri andstæðinga, ma. Daða Guðmundsson (1950) Guðmund Daðason (1980) Gísla Gunnlaugsson (1843) og gerði jafntefli við Jorge Rodriguez (2018)

Arnar Gunnarsson vann mótið og varð um leið Íslandsmeistari í hraðskák.
Hann fékk 10,5 vinninga

Lokastöðuna má sjá hér:
http://chess-results.com/tnr25184.aspx?art=1&lan=1&fed=ISL&m=-1&wi=1000