Sigurvegari Nóa Síríus mótsins Guðmundur Kjartansson sló ekki slöku við á hraðskákmóti Nóa Síríus sem fram fór síðastliðið fimmtudagskvöld og vann það einnig. Guðmundur fékk 7,5v í 9 skákum og var það Benedikt Jónasson sem vann meistarann og Dawid Kolka náði jafntefli. Í öðru sæti var Lenka Ptacnikova með 7v en Lenka var líka efsta konan á Nóa Síríus mótinu. Lenka og Guðmundur fóru því með góðar birgðir af góðgæti frá Nóa Síríus eftir kvöldið sem munu væntanleg duga lengi. Í þriðja sæti var Benedikt Jónasson með 6,5v og fylgdu þeirri sæmd kassi frá Nóa Síríus. Að móti loknu var verðlaunaafhending fyrir Nóa Síríus mótið og fylgja hér með nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni.
