29.3.2014 kl. 16:40
Gunnar efstur á SÞN 2014
Gunnar Björnsson (2077) er efstur á Skákþingi Norðlendinga að loknum fimm umferðum. Gunnar hefur 4,5 vinning. Smári Sigurðsson og Jakob Sævar koma næstir með 4 vinninga. Smári og Gunnar eigast við í 6. umferð sem hefst kl 17:00.
Teflt er í Árbót í Aðaldal í Þingeyjarsveit og fer ákaflega vel um keppendur á allan hátt.
Mótstöflu má finna á Chess-Results.