Miðgarður 4 á Húsavík,eða bara Tún. Aðastaða Goðans er í kjallaranum í norðurhluta hússins og er gegnið inn um grænu hurðina
Haustmót Goðans hefst föstudagskvöldið 17. október í Túni á Húsavík. Tefldar verða 5 umferðir með 90+30 tímamörkunum. Mótið verður reiknað til kappskákstiga hjá FIDE.
1 umferð kl 19:30 17. okt
2 umferð kl 10:00 18. okt
3 umferð kl 15:00 18 okt
4 umferð kl 10:00 19 okt
5 umferð kl 15:00 19 okt
Mögulegt verður að hefja taflmennsku fyrr í einhverri skák, eða fleiri skákum, af síðdegisskákunum náist um það samkomulag við verðandi andstæðing(a). Einnig ef allar skákir klárast snemma í morgun umferðinni verður hægt að láta síðdegisumferðina hefjast fyrr.
Skráning í mótið er enn opin en lokað verður fyrir hana kl 12:00 föstudaginn 17. október og parað í 1. umferð kl 13:00
