23.10.2009 kl. 10:24
Haustmót Goðans 2009 !
Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi, 3 atskákir og 4 kappskákir.
Mótið verður reiknað til Íslenskra skákstiga og fide-stiga.
Dagskrá:
Föstudagur 13 nóvember kl 20:30 1-3 umferð. (atskák 25 mín )
Laugardagur 14 nóvember kl 10:00 4. umferð. (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur 14 nóvember kl 14:00 5. umferð. ——————-
Sunnudagur 15 nóvember kl 10:00 6. umferð. ——————-
Sunnudagur 15 nóvember kl 14:00 7. umferð. ——————
Hugsanlegt er að 5 og 7. umferð hefjist seinna en ráð er fyrir gert, ef einhverjar skákir dragast á langinn úr 4 eða 6. umferð. Mögulegt verður að fresta skák í 5. umferð til kvöldsins.Mögulegt verður að flýta skák úr 6. umferð þannig, að hún verði tefld kvöldið áður.
Frestun og/eða flýting á skák er þó háð samþykkis andstæðings og skákstjóra !
Skákum í öðrum umferðum verður ekki hægt að fresta eða flýta.
Verðlaun verða með hefðbundnu sniði. 3 efstu í fullorðins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.
Farandbikar fyrir sigurvegarann.
Sérstök gestaverðlaun verða fyrir utanfélagsmenn, en það er úrvals lambalæri frá Norðlenska á Húsavík.
Þátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna, 2500 fyrir utanfélagsmenn og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands verður skákstjóri á mótinu.
Skráning í mótið er hjá Hermanni, hér: lyngbrekka@magnavik.is og í síma 4643187 og 8213187.
Æskilegt er að áhugasamir skrái sig til leiks sem fyrst og eigi síðar en hálftíma fyrir mót.Húsið tekur um 30 keppendur. Stjórn hvetur sem flesta félagsmenn til að taka þátt í mótinu.
Mótið er komið inná chess-results :
http://chess-results.com/?tnr=26984&redir=J&lan=1
Eftirtaldir hafa þegar tilkynnt þátttöku.
Erlingur Þorsteinsson Sighvatur Karlsson Valur Heiðar Einarsson
Sindri Guðjónsson Ármann Olgeirsson Ævar Ákason
Jakob Sævar Sigurðsson Hermann Aðalsteinsson Hallur Birkir Reynisson
Smári Sigurðsson Sigurbjörn Ásmundsson Snorri Hallgrímsson
