Heimir efstur á æfingu.

Heimir Bessason varð efstur á hraðskákæfingu kvöldsins sem fram fór að loknum aðalfundi skákfélagsins Goðans á Húsavík í kvöld. Heimir krækti í 4,5 vinninga af 5. mögulegum. Tefldar voru 5 umferðir eftir monrad-kerfi.

Heimir Bessason

                             Heimir Bessason.

Úrslit kvöldsins:

1.    Heimir Bessason              4,5 vinn af 5 mögul.
2.    Smári Sigurðsson             4
3.    Ármann Olgeirsson          3,5
4-5. Hermann Aðalsteinsson  3
4-5. Ævar Ákason                   3
6-8. Sigurbjörn Ásmundsson  2
6-8. Sighvatur karlsson          2
6-8. Snorri Hallgrímsson         2
9.    Hlynur Snær Viðarsson    1
10.  Valur Heiðar Einarsson    0

Aðalfundur skákfélagsins Goðans var haldinn fyrr um kvöldið og verður fundargerð aðalfundar birt hér á síðunni fljótlega. Sighvatur Karlsson var kjörinn í stjórn í stað Ármann Olgeirssonar, sem setið hefur í stjórn félagsins frá stofnun. Hermann og Sigurbjörn voru endurkjörnir til tveggja ára.

Við þökkum Ármanni vel unnin störf fyrir félagið á liðnum árum. Ármann var við þetta tækifæri gerður að fyrsta heiðursfélaga skákfélagsins Goðans.

Næsta skákæfing verður á Stórutjörnum að viku liðinni. H.A.