18.9.2012 kl. 20:27
Heimir og Ævar efstir á æfingu
Það var jöfn barátta á skákæfingu gærkvöldsins, en Ævar Ákason og Heimir Bessason voru þó frestir meðal jafningja með 3 vinninga af 5 mögulegum. Aðeins munaði 1 vinning af efstu og neðstu mönnum. Tefldar voru skákir með 15 mín á mann.
Úrslit kvöldsins.
1-2. Heimir Bessason 3 af 5
1-2. Ævar Ákason 3
3-4. Sigurbjörn Ásmundsson 2,5
3-4. Hlynur Snær Viðarsson 2,5
5-6. Árni Garðar Helgason 2
5-6. Hermann Aðalsteinsson 2
Framsýnarmótið fer fram um helgina og svo er næsta skákæfing nk. mándudag.
