19.2.2014 kl. 01:52
Heimir Páll og Egill efstir á æfingu hjá GM Helli
Heimir Páll Ragnarsson sigraði í eldri flokki á GM-Hellisæfingu sem fram fór þann 17. febrúar sl. Heimir Páll fékk 4,5v í fimm skákum og tryggði sér sigurinn með jafntefli við Axel Óla í síðustu umferð. Annar varð Axel Óli Sigurjónsson með 3,5v og þriðji varð Oddur Þór Unnsteinsson einnig með 3,5 vinninga en klgri á stigum en Axel Óli.
Það voru þrír efsti og jafnir í yngri flokki með 4v og þurfti því að grípa til stigaútreiknings til að úrskurða um sigurvegara. Þá hlaut Egill Úlfarsson efsta sætið með 4v og 15 stig, annar var Jón Hreiðar Rúnarsson með 4v og 13 stig og þriðji Arnar Jónsson með 4v og 12 stig.
Þeir sem tóku þátt í æfingunni voru: Heimir Páll Ragnarsson, Axel Óli Sigurjónsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Halldór Atli Kristjánsson, Bjarki Arnaldarson, Birgir Ívarsson, Róbert Luu, Alec Elías Sigurðarson, Jón Otti Sigurjónsson, Brynjar Haraldsson, Jóhannes Þór Árnason, Egill Úlfarsson, Jón Hreiðar Rúnarsson, Arnar Jónsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Ívar Andri Hannesson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Adam Omarsson, Sævar Breki Snorrason, Aron Kristinn Jónsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Þórður Hólm Hálfdánarson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Arnar Bjarki Jóhannesson, Ólafur Tómas Ólafsson og Fannar Smári Jóhannsson.
Næsta æfing í Mjóddinni verður svo mánudaginn 24. febrúar og hefst kl. 17.15. Sú æfing er jafnframt undanrás fyrir Reykjavík Barna Blitz og komast tveir efstu fæddir 2001 og síðar áfram í úrslitin í Hörpunni meðan á Reykjavíkurskákmótinu stendur. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
