Þriðja umferð Evrópumóts landsliða fer fram í dag í Laugardalshöllinni. Heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlsen, mætir til leiks í dag en hann hvíldi í tveimur fyrstu umferðunum. Hann teflir við Levon Aronian, næststigahæsta keppenda mótsins.
Aðalliðið mætir sveit Þjóðverja en gullaldarliðið teflir við sveit Tyrkja. Erfiaðar viðureignir báðar tvær en stigalega hallar töluvert á okkar menn.
Friðrik Ólafsson teflir í dag eins og í gær en Margeir Pétursson hvílir hjá gullaldarliðinu.
Kvennaliðið mætir liði Belgíu.
Umferðin hefst kl. 15. Skákskýringar Björns Þorfinnssonar hefjast kl. 17. Hægt er einnig að fylgjast með skákskýringum Simon Williams, á ensku, frá kl. 15. Skákir á skjám.