Þriðja umferð Evrópumóts landsliða fer fram í dag í Laugardalshöllinni. Heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlsen, mætir til leiks í dag en hann hvíldi í tveimur fyrstu umferðunum. Hann teflir við Levon Aronian, næststigahæsta keppenda mótsins.

Aðalliðið mætir sveit Þjóðverja en gullaldarliðið teflir við sveit Tyrkja. Erfiaðar viðureignir báðar tvær en stigalega hallar töluvert á okkar menn.

Friðrik Ólafsson teflir í dag eins og í gær en Margeir Pétursson hvílir hjá gullaldarliðinu.

 

EM round3
Kvennaliðið mætir liði Belgíu.

emkvenna 3umf

Umferðin hefst kl. 15. Skákskýringar Björns Þorfinnssonar hefjast kl. 17. Hægt er einnig að fylgjast með skákskýringum Simon Williams, á ensku, frá kl. 15.  Skákir á skjám.