15.4.2009 kl. 10:43
Héraðsmót HSÞ í skák fer fram í kvöld.
Fyrri hluti héraðsmóts HSÞ í skák fer farm í Dvergasteini á Laugum í kvöld kl 20:30.
Tefldar verða atskákir með 25 mín umhugsunartíma á mann. Í kvöld verða tefldar 3-4 umferðir og mótið síðan klárað að viku liðinni á sama stað og á sama tíma. Umferða fjöldin fer eftir fjölda keppenda, en þó verða ekki tefldar færri umferðir en 5 og ekki fleiri en 7. Mótið verður reiknað til atstiga.
Eftirtaldir hafa þegar skráð sig til leiks:
Hermann Aðalsteinsson
Benedikt Þorri Sigurjónsson
Rúnar Ísleifsson
Ármann Olgeirsson
Smári Sigurðsson
Pétur Gíslason
Sigurbjörn Ásmundsson
Ævar Ákason
Þeir sem ætla að taka þátt í mótinu en eru ekki búnir að skrá sig formlega eru hvattir til að gera það sem fyrst. H.A.
