12.12.2013 kl. 17:11
Hermann efstur á æfingu
Hermann Aðalsteinsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór á Laugum sl. mánudagskvöld. Hermann vann allar sínar skákir, fjórar að tölu. Umhugsunartíminn var 15 á mann.
Efstu menn:
1. Hermann Aðalsteinsson 4 af 4
2. Ármann Olgeirsson 3
3. Sigurbjörn Ásmundsson 2
Síðasta skákæfing þessa starfsárs verður nk. mánudagskvöld 16. desember á Húsavík kl 20:30
