Lokaskákæfing vetrarstarfsins hjá GM-Helli norðan heiða fer fram annað kvöld í Framsýnarsalnum á Húsavík kl 20:30. Hermann Aðalsteinsson er vinningahæstur eftir veturinn í samanlögðum vinningafjölda og hefur sex vinninga forskot á Hlyn Snæ og 11 á Smára sem koma næst á eftir.
Sigurbjörn og Ævar eru þar svo skammt undan.
Staðan í samanlögðu eftir veturinn.
Hermann 75
Hlynur 69
Smári 64
Sigurbjörn 63,5
Ævar 58,5
Heimir 21
Viðar 16,5
Ármann 14
Jón Aðalsteinn 12
Sighvatur 10,5
Tómas 10
Jakub P 8,5
Stefán Bogi 3
Eyþór Kári 2
Ingólfur V 2
Ásmundur S 1
Skákæfingar hefjast svo aftur í septemberbyrjun.
Aðalfundur GM-Hellis fer svo fram fimmtudaginn 8 maí í Þekkingarneti Þingeyinga Hafnarstétt á Húsavík.