Kravchuk sigraði á unglingameistaramóti Hugins, suðursvæði, sem lauk á þriðjudaginn. Mykhaylo fékk fékk 6 vinning í sjö skákum og það var Hilmir Freyr Heimisson sem sigraði hann í lokaumferðinn eftir að sigurinn var tryggður. Jafnir í öðru og þriðja sæti með 5,5v voru Hilmir Freyr Heimisson og Felix Steinþórsson. Þeir voru efstir Huginsmanna og þurftu því að tefla einvígi um titilinn. Þar hafði Hilmir Freyr betur í tveimur einvígisskákum og er því unglingameistari Hugins 2014. Hilmir Freyr, sem býr á Patreksfirði, gerði sér sérstaka ferð í bæinn til að taka þátt í mótinu og verja titilinn sem hann hafði unnið næstu tvö ár á undan. Þetta er í annað sinn sem þarf einvígi til að skera úr um þennan titil en síðast var það 1999 þegar Hjörtur Ingvi Jóhannsson sigraði Örn Stefánsson skólafélaga sinn úr Ölduselsskóla.
Mykhaylo var einnig í efsta sæti í flokki 12 ára og yngri en þar var Óskar Víkingur Davíðsson í öðru sæti með 5v og Sindri Snær Kristófersson þriðji með 4,5v. Stúlknameistari Hugins varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir með 5v en hún sett heilmikið strik í reikninginn í mótinu með því að vinna Hilmir Freyr í annari umferð.
Mótshaldið tókst vel og allir keppendur sem hófu mótið luku því nema tveir sem tók mótið eins og venjulega mánudagsæfingu og létu vita af því að þeir gætu ekki mætt á þriðjudeginum. Þetta verður að teljast gott þar sem um er að ræða tveggja daga móti, með 20 mínútur í umhugsunartíma og marga unga þátttakendur. Allir stóðu þeir sig með prýði og tefldu af miklum móð.
Lokastaðan sést hér.