Hilmir Freyr Heimisson (1856) endaði í verðlaunasæti á alþjóðlega mótinu í Øbro í Danmörku sem lauk í gær. Hilmir Freyr hlaut 3,5 vinning eða 50% vinningshlutfall og varð í 1.-2 sæti í sínum stigaflokki. Hilmir tefldi við stigahærri andstæðinga í öllum skákunum nema einni.
Tvær umferðir voru tefldar í gær. Hilmir tapaði báðum sínum skákum í gær fyrir mun stigahærri andstæðingum. Hilmir hækkar mikið á stigum eða um heil 73 stig!
Alls tóku 64 skákmenn þátt í mótinu og þar af voru tveir stórmeistarar. Hilmir var nr. 43 í stigaröð keppenda.