28.11.2012 kl. 23:56
Hlynur, Ari og Hafþór héraðsmeistarar í skák
Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri var haldið í Dalakofanum á Laugum í Reykjadal í dag. Góð þátttaka var í mótinu en 22 keppendur frá 6 félögum (innan HSÞ) tóku þátt í því. Hlynur Snær Viðarsson (Völsungi) vann allar sínar 7 skákir og stóð uppi sem sigurvegari í flokki 13-16 ára. Ari Rúnar Gunnarsson (Mývetningi) vann sigur í flokki 9-12 ára með 5 vinninga og Hafþór Höskuldsson (Bjarma) vann sigur í flokki 8 ára og yngri með 3 vinninga.
Hluti keppenda á héraðsmóti HSÞ fyrir 16 ára og yngri.
Lokastaðan:
1 Hlynur Snær Viðarsson, Völ 1075 7 20.0 2 Valur Heiðar Einarsson, Völ 1154 6 22.0 3 Ari Rúnar Gunnarsson, Mýv 700 5 16.0 4-5 Eyþór Kári Ingólfsson, Ein 700 4.5 22.5 Bjarni Jón Kristjánsson, Efl 800 4.5 19.5 6-8 Ásgeir Ingi Unnsteinsson, Efl 800 4 22.0 Jón Aðalsteinn Hermannsso, Efl 800 4 21.0 Arnar Ólafsson, GA 700 4 19.0 9-13 Helgi Þorleifur Þórhallss, Mýv 600 3.5 19.0 Helgi James Þórarinsson, Mýv 700 3.5 18.0 Jakub Piotr Statkiewicz, Efl 700 3.5 17.0 Bergþór Snær Birkisson, Völ 400 3.5 16.5 Páll Svavarsson, Völ 500 3.5 13.0 14-17Pétur Smári Víðisson, Efl 600 3 15.5 Björn Gunnar Jónsson, Völ 500 3 15.0 Margrét Halla Höskuldsdót, Völ 400 3 13.5 Hafþór Höskuldsson, Bja 200 3 12.0 18-19Stefán Bogi Aðalsteinsson, Efl 500 2 17.0 Magnús Máni Sigurgeirsson, Völ 200 2 14.5 20-22Hilmar Örn Sævarsson, Efl 400 1.5 16.0 Guðni Páll Jóhannesson, Efl 400 1.5 14.5 Valdemar Hermannsson, Efl 300 1.5 12.5
Hlynur Snær Viðarsson héraðsmeistari HSÞ 2012 í flokki 13-16 ára.
Ari Rúnar Gunnarsson héraðsmeistari HSÞ í flokki 9-12 ára.
Hafþór Höskuldsson héraðsmeistari HSÞ í flokki 8 ára og yngri.
Þrír efstu í flokki 8 ára og yngri. Valdemar, Hafþór og Magnús.
Hluti keppenda í Dalakofanum í dag.
Að móti loknu bauð Goðinn-Mátar öllum keppendum á pizzu-hlaðborð í Dalakofanum. Hermann Aðalsteinsson formaður Goðans-Máta var mótsstjóri.