Dregið var til fyrstu umferðar Hraðskákkeppni taflfélag í dag í Hörpunni. Aðalviðureign fyrstu umferðar verður ótvírætt að teljast viðureign Hugins og Taflfélags Vestmannaeyja.
Viðureignir fyrstu umferðar eru sem hér segir:
- Taflfélag Bolungavíkur – Skákdeild Hugins b-sveit
- Skákdeild Hauka – Vinaskákfélagið
- Skakfélags Selfoss og nágrennis – Taflfélag Reykjavíkur
- Kvennalandsliðið – Taflfélag Reykjavíkur unglingasveit
- Taflfélag Vestmannaeyja – Skákfélagið Huginn a-sveit
- Taflfélag Garðabæjar – Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Íslands – Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar – Skákfélag Reykjanesbæjar
Vegna óska félaga sem eiga fulltrúa á Ólympíuskákmótinu var ákveðið að lengja frestinn til að klára fyrstu umferð til 19. ágúst.
