Huginn b-sveit og Taflfélag Garðabæjar (TG) áttust við í 8 liða úrslitum Hraðskákkepni taflfélaga í gærkvöldi. Viðureignin fór fram í glæsilegum húsakynnum TG í Garðabænum. Skemmst er frá þvi að segja að Huginn vann öruggan sigur með tölunum 60-12 en nokkra lykilmenn vantaði í lið Garbæinga.
Bestum árangri Huginsmanna náði Sæberg Sigurðsson sem hlaut 11½ vinning í 12 skákum. Næstir í liði Hugins voru þeir Sigurður Daði Sigfússon og Kristján Eðvarðsson, báðir með 11 vinninga í 12 skákum. Þorsteinn Þorsteinsson hlaut svo 10 vinninga í 11 skákum en þetta var hans fyrsta viðureign með sínu nýja félagi. Bestum árangri í liði heimamanna náði Páll Andrason sem hlaut 4½ vinning í 12 skákum.
Hraðskákeppni taflfélaga
Úrslit/pörun annarrar umferðar:
- Skákfélag Akureyrar – Víkingaklúbburinn 45-27
- Taflfélag Bolungarvíkur – TRuxvi (Sunnudaginn, 30. ágúst í TR, kl. 19:30)
- Taflfélag Reykjavíkur – Skákfélagið Huginn a-sveit (Mánudaginn, 31. ágúst í TR, kl. 20:00)
- Skákfélagið Huginn b-sveit – Taflfélag Garðabæjar 60-12
Litla bikarkeppnin
Úrslit/pörun fyrstu umferðar
- Skákfélag Íslands – Skákgengið (dags. ekki vituð)
- Ungmennasamband Borgarfjarðar – Skákfélag Selfoss og nágrennis34-38
- Vinaskákfélagið – Skákddeild Fjölnis (dags. ekki vituð)
- Skákdeild Hauka – Skákfélag Reykjanesbæjar (dags. ekki vituð)
Átta liða úrslitum á að vera lokið í sl. 31. ágúst.